Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 211  —  208. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um búsetu í iðnaðarhúsnæði.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margir eru taldir hafa verið með búsetu í iðnaðarhúsnæði allt frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum?
     2.      Hversu margar íbúðir eru taldar hafa verið í iðnaðarhúsnæði frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum?
     3.      Hversu mörg tilvik hafa verið frá árinu 2010 um bruna í iðnaðarhúsnæði sem búið var í, sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum?
     4.      Hversu mörg tilvik eru um að gerðar hafi verið athugasemdir við brunavarnir frá árinu 2010 við iðnaðarhúsnæði sem búið var í, sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum?
     5.      Hversu mörgum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hefur verið lokað vegna ófullnægjandi brunavarna frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum?
     6.      Hvaða áætlanir eru uppi í ráðuneytinu um að draga úr búsetu í iðnaðarhúsnæði?


Skriflegt svar óskast.